Færsluflokkur: Æfingar

Æfingin í dag

Æfingin í dag var svipuð og síðasta sunnudag. Mættir voru Hákon Hrafn og Pétur. Núna var byrjað kl 7:25 og byrjað á efri byggðum í mótvindi og svo öll nes þrædd í meðvindi og Heiðmörkin heim í mótvindi. Í norðanátt fæst svokallað Esju-skjól í efri byggðum og í Heiðmörk og þessvegna var valið að hjóla á móti vindi þar og reyna að fá meiri meðvind á nesjum (Gufunes-Grótta-Kársnes-Arnarnes-Álftanes-HFN með sjónum). Æfingin tók tæpa 5 tíma og meðalhraði var um 22,4 km/klst. Æfingin var aðeins erfiðari en síðasta sunnudagsæfing þrátt fyrir lægri meðalhraða og eru tvær ástæður fyrir því, annars vegar um 8 gráðum kaldara og mun meiri vindur.

trek.jpg

 

Annars bárust fréttastofu myndir frá Wikileaks sem okkur skilst að tengist atburði á morgun milli 18 og 20. Meira um það annað kvöld.


Mjólkursýrumælingar

Þessa dagana er landsliðshópurinn í mjólkursýrumælingum. Í stuttu máli sagt þá myndast mjólkursýra í vöðvum og rauðum blóðkornum þegar líkaminn brýtur niður glúkósa til að verða sér út um orku en gerir það við aðstæður þar sem niðurbrotsferlið fær ekki nægilegt súrefni. Við litla áreynslu verður "fullkomið" niðurbrot á glúkósa og engin mjólkursýra myndast enda er súrefnisþörf vöðvanna fullnægt. Vöðvarnir þurfa svo meira120px-lactic-acid-3d-balls.png súrefni þegar áreynslan eykst og þegar þeir fá ekki nægilega mikið súrefni hættir niðurbrot glúkósa að vera fullkomið og mjólkursýran myndast í meira magni en líkaminn ræður við. Það kallast mjólkursýruþröskuldur. Hjólreiðafólk vill taka langar úthaldsæfingar sem næst þessum þröskuldi án þess að fara yfir hann nema þá í stuttan tíma í einu. Þessvegna fer hjólreiðafólk og reyndar flest íþróttafólk í úthaldsgreinum í mjólkursýrupróf til að vita hvar sá þröskuldur liggur, þ.e. við hvaða púls og við hvaða álag í wöttum. Þannig er hægt að skipuleggja æfingarnar og fá meira út úr þeim. Þetta þýðir líka það að viðkomandi verður að æfa með púlsmæli og/eða wattamæli á hjólinu.Mjólkursýruprófunum lýkur í næstu viku og þá mun koma meira hingað inn um niðurstöður þeirra. Reyndar geta niðurstöðurnar sveiflast svolítið og ýmsir þættir s.s. tími dags, mataræði og æfingar dagana á undan hafa áhrif á niðurstöðurnar. Hér er örlítið fræðsluefni um svona próf.

Að pissa á hjóli (fyrir kk)


Æfingin í dag

Pétur plötusnúður í stuði.Sú hefð hefur skapast að taka eina langa æfingu í viku (3-6 tíma eftir veðri og aðstæðum) og þá á sunnudegi. Æfingin í dag hófst kl. 7:55 efst í Víðidalnum. Mættir voru Hákon Hrafn og Pétur Þór á fjallahjólum. Planið var bara að hjóla til kl 12 og halda rólegum púls (kringum 110-130). Byrjað var að fara í Grafarholtið og þaðan niður í Grafarvoginn og með ströndinni út á Gróttu (Reykjavíkurhringur). Þaðan var Ægissíðan farin og fram hjá Öskjuhlíð og fyrir Kársnesið. Þaðan beinustu leið í Hafnarfjörð og alveg út að golfvelli þeirra en þaðan er svo hægt að fara í undirgöng til að komast í Vallarhverfið. Þaðan var svo allt Krýsuvíkurmalbikið hjólað uppeftir í smá mótvindi og niðureftir að Hvaleyrarvatni í meðvindi. Í hesthúsahverfinu var hálka á götum þannig að svokölluð Flóttamannaleið var hjóluð (framhjá Golfklúbbnum Oddi og Vífilsataðavatn) gegnum Hvörfin í Kópavogi og aftur komið á upphafsstað æfingarinnar. Þaðan var svo einum Grafarholtshring bætt við rólega til að ná rúmlega 100km. Samtals tók æfingin 4:30 klst og meðalhraði var 23km/klst og meðalpúls 112.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband