Mjólkursýrumælingar

Þessa dagana er landsliðshópurinn í mjólkursýrumælingum. Í stuttu máli sagt þá myndast mjólkursýra í vöðvum og rauðum blóðkornum þegar líkaminn brýtur niður glúkósa til að verða sér út um orku en gerir það við aðstæður þar sem niðurbrotsferlið fær ekki nægilegt súrefni. Við litla áreynslu verður "fullkomið" niðurbrot á glúkósa og engin mjólkursýra myndast enda er súrefnisþörf vöðvanna fullnægt. Vöðvarnir þurfa svo meira120px-lactic-acid-3d-balls.png súrefni þegar áreynslan eykst og þegar þeir fá ekki nægilega mikið súrefni hættir niðurbrot glúkósa að vera fullkomið og mjólkursýran myndast í meira magni en líkaminn ræður við. Það kallast mjólkursýruþröskuldur. Hjólreiðafólk vill taka langar úthaldsæfingar sem næst þessum þröskuldi án þess að fara yfir hann nema þá í stuttan tíma í einu. Þessvegna fer hjólreiðafólk og reyndar flest íþróttafólk í úthaldsgreinum í mjólkursýrupróf til að vita hvar sá þröskuldur liggur, þ.e. við hvaða púls og við hvaða álag í wöttum. Þannig er hægt að skipuleggja æfingarnar og fá meira út úr þeim. Þetta þýðir líka það að viðkomandi verður að æfa með púlsmæli og/eða wattamæli á hjólinu.Mjólkursýruprófunum lýkur í næstu viku og þá mun koma meira hingað inn um niðurstöður þeirra. Reyndar geta niðurstöðurnar sveiflast svolítið og ýmsir þættir s.s. tími dags, mataræði og æfingar dagana á undan hafa áhrif á niðurstöðurnar. Hér er örlítið fræðsluefni um svona próf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mætti ég spyrja, hver skrifar þessa visku?

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 02:38

2 identicon

Ég setti þetta inn. Við Pétur skrifum allt efni hérna enn sem komið er. Vonandi bætast fleiri við og þá merkjum við skrifin.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband