Æfingin í dag

Pétur plötusnúður í stuði.Sú hefð hefur skapast að taka eina langa æfingu í viku (3-6 tíma eftir veðri og aðstæðum) og þá á sunnudegi. Æfingin í dag hófst kl. 7:55 efst í Víðidalnum. Mættir voru Hákon Hrafn og Pétur Þór á fjallahjólum. Planið var bara að hjóla til kl 12 og halda rólegum púls (kringum 110-130). Byrjað var að fara í Grafarholtið og þaðan niður í Grafarvoginn og með ströndinni út á Gróttu (Reykjavíkurhringur). Þaðan var Ægissíðan farin og fram hjá Öskjuhlíð og fyrir Kársnesið. Þaðan beinustu leið í Hafnarfjörð og alveg út að golfvelli þeirra en þaðan er svo hægt að fara í undirgöng til að komast í Vallarhverfið. Þaðan var svo allt Krýsuvíkurmalbikið hjólað uppeftir í smá mótvindi og niðureftir að Hvaleyrarvatni í meðvindi. Í hesthúsahverfinu var hálka á götum þannig að svokölluð Flóttamannaleið var hjóluð (framhjá Golfklúbbnum Oddi og Vífilsataðavatn) gegnum Hvörfin í Kópavogi og aftur komið á upphafsstað æfingarinnar. Þaðan var svo einum Grafarholtshring bætt við rólega til að ná rúmlega 100km. Samtals tók æfingin 4:30 klst og meðalhraði var 23km/klst og meðalpúls 112.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband