Landsliðshópur hjólreiðanefndar ÍSÍ

Þetta er fyrsta færslan á þetta blog sem var sett upp sérstaklega til að kynna landsliðshóp hjólreiðanefndar ÍSÍ og keppnishjólreiðar á Íslandi. Næsta verkefni hópsins eru Smáþjóðaleikarnir 2011 í Liechtenstein (http://liegames2011.li/) og ætlunin er að halda þessu bloggi virku a.m.k. fram að þeirri keppni. Hingað inn munu því væntanlega koma inn æfingafærslur og færslur um keppnishjólreiðar almennt. Einnig er stefnan að setja hingað inn fræðsluefni og hjálp fyrir fólk sem notar hjólið sem samgöngutæki. Hjólreiðar eru ein vinsælasta íþróttgrein í Evrópu, bæði sem keppnisgrein og sem almenningsíþrótt. Sem dæmi má nefna að yfir 500þús áhorfendur röðuðu sér á 8 mílna langa tímakeppni í Alpe d'Huez sem var hluti af Tour de France árið 2005. Hjólreiðar á Íslandi hafa farið mjög vaxandi síðustu ár. Nærri 10 þúsund þátttakendur voru í "Hjólað í vinnuna" síðasta vor og fjölmennasta hjólreiðakeppni síðasta sumars taldi 347 keppendur sem flestir hjóluðu nærri 60km leið í Bláa lónið.

Landsliðshópurinn er að æfa 12-18 tíma á viku núna. Þau sem eru í landsliðshópnum eru:

Davíð Þór Sigurðsson: Götuhjól (+ fjallahjól)
Hafsteinn Ægir Geirsson: Götuhjól + TT
Pétur Þór Ragnarsson: Götuhjól + TT
Árni Már Jónsson: Götuhjól + TT

Ólafur Marteinsson: TT

Kári Brynjólfsson: fjallahjól
Valgarður Sæmundsson: fjallahjól
Hákon Hrafn Sigurðsson: fjallahjól
Hlynur Þorsteinsson: fjallahjól
Helgi Berg Friðþjófsson: fjallahjól

Bryndís Þorsteinsdóttir: fjallahjól
María Ögn Guðmundsdóttir: fjallahjól
Ása Guðný Ásgeirsdóttir: Götuhjól


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband