13.12.2010 | 13:06
Fallegasta jólaskrautið
Hin árlega keppni hjólabúðanna um fallegustu jólaskreytinguna stendur nú sem hæst. Tíðindamaður hjólablog.is tók hjólarúnt í morgun til að kanna stöðuna. Það verður að segjast eins og er að Markið hefur tekið afgerandi forystu í keppninni. Þar á bæ voru menn á fullu í skreytingunum í morgun og maður sá hvað þeir lögðu mikla vinnu í þetta strákarnir. Allt skraut er smekklega uppsett, ekki of mikið en samt áberandi þannig að snyrtimennskan skín í gegn í orðins fyllstu merkingu. Jólin eru samt ekki komin þannig að það er spurning hvað hinar jólabúðirnar gera núna? Ekki viljum við að jólahögninn gleypi t.d. Hafsteinn fyrir lélegar skreytingar, það væri mikill missir. Ef meðfylgjandi mynd prentast vel má sjá starfsmenn Marksins skreyta hátt og lágt af mikilli alúð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.