18.12.2010 | 22:03
Meira um fallegasta jólaskrautið
Mikill hiti hljóp í keppnina um fallegasta jólaskrautið eftir að ljóst varð að Markið væri að rústa keppninni. Hjólabúðirnar hafa aldeilis tekið við sér og starfsmenn hafa jafnvel verið að koma með skraut að heiman til að bæta um betur. Reyndar hljóp líka illt í keppnina þegar Hafsteinn sagðist vera höfundur skrautsins sem prýðir Markið, hann ku víst hafa hannað það og sett upp jólin 2003. Engir pappírar hafa samt fundist um það. Pétur í Erninum hringdi í vini sína í fjöllistahópnum gusgus og fékk þá til að koma með listræna útfærslu af jólaskrauti til að ná forystu í keppninni. Tíðindamaður hjóla.blog.is hafði spurnir af þessu og náði myndum af því þegar Pétur hringdi og einnig þegar skrautið var tilbúið. Vissulega listrænt hjá þeim en kannski ekki alveg það fallegasta. Hjólameistarinn í Kópavogi hafði einnig samband við fréttastofuna og vildi meina að hjá honum væri fallegasta jólaskrautið. Hjólameistarinn hefur verið þekktur fyrir minimalisma og engin breyting varð á því við skreytingu hans þetta árið.
Heyrst hefur að starfsmenn Marksins hafi brugðist við þessari óvæntu samkeppni og muni koma með nýtt útspil í næstu viku. Meira um það hér fljótlega.
Athugasemdir
Bananar eru jólalegasti ávöxturinn, eins og allir vita.
Ólafur Jens (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.