26.12.2010 | 22:20
Æfingar um jólin
Æfingar um jólin hafa gengið ágætlega. Veðrið fór að verða til leiðinda þannig að útiæfingar breyttust nokkuð. Það er mjög erfitt að hjóla lengi þegar það er hríð eða púðursnjór vegna þess að snjór fer í tannhjólin og það verður erfitt að halda keðjunni á tannhjólunum í átaki.
Fyrir digga lesendur síðunnar sem staddir eru erlendis koma tvær myndir með þessari stuttu færslu. Annars vegar er það mynd frá æfingu í gær (jóladag) sem tekin var í Heiðmörk en þá var kominn sæmilegur snjór. Hin myndin var svo tekin á æfingu í dag. Þá var allur snjór farinn og standard rok og rigning í borg bleytunnar. Ef meðfylgjandi mynd prentast vel má sjá að helsta veðurathugunartækið á Reykjavíkurflugvelli er lárétt í rokinu.
Meðalhraði á æfingunni eftir 60 mínútur var 28,5km/klst á fjallahjólum. Ekki fæst uppgefið hver meðalhraðinn var þegar búið var að hjóla í mótvindi líka
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.