Fjallahjólakeppnin á Smáþjóðaleikunum

Fjallahjólakeppnin á Smáþjóðaleikunum verður haldin föstudaginn 3. júní en götuhjólreiðarnar fara fram 31. maí og TT 2. júní. Þær kepnnir eru nokkuð svipaðar því sem við eigum að venjast en hinsvegar má segja að fjallahjólakeppnin verði ný raun fyrir okkar fólk.

xco_lie_2011.jpg

Meðfylgjandi mynd er hæðarprófíll af brautinni (hægt að smella á tvisvar til að sjá stærri). Hún er 5km að lengd og er að mestu skógarstígar í Schellenberg. Hjólaðir verða 6 hringir, samtals 30 km sem er auðvitað ekki löng vegalengd. Þetta hljómar því eins og þægilegar föstudagsfjallahjólreiðar í fallegu umhverfi. Þegar hæðarprófíllinn er skoðaður nánar kemur í ljós að hækkun í hverjum hring er 282m og samtals hækkun því næstum 1700m. Til samanburðar þá er heildarhækkun í Öskjuhlíðar- og Rauðavatnskeppnunum um 350-400m og þykir mörgun nóg um. Það er því ekki víst að íslensku keppendurnir nái að njóta fegurðarinnar á leiðinni mikið með púlsinn í botni í 25-30stiga hita í 2 tíma. 13 konur og 28 karlar eru skráðir í forskráningu í keppnina. Brautin var vígð síðasta sumar þegar meistarmót Liechtenstein í fjallahjólreiðum fór þar fram. Meðfylgjandi er kort, úrslit og myndir frá þeirri keppni. Þar má m.a. sjá menn leiða hjólið niður brekku en það hefur hingað til ekki verið talið bæta tímann mikið að labba með hjól niður brekkur. Það er sennilega einhver góð ástæða fyrir því sem gæti verið drulla. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband