19.12.2010 | 22:22
Æfingin í dag
Æfingin í dag var svipuð og síðasta sunnudag. Mættir voru Hákon Hrafn og Pétur. Núna var byrjað kl 7:25 og byrjað á efri byggðum í mótvindi og svo öll nes þrædd í meðvindi og Heiðmörkin heim í mótvindi. Í norðanátt fæst svokallað Esju-skjól í efri byggðum og í Heiðmörk og þessvegna var valið að hjóla á móti vindi þar og reyna að fá meiri meðvind á nesjum (Gufunes-Grótta-Kársnes-Arnarnes-Álftanes-HFN með sjónum). Æfingin tók tæpa 5 tíma og meðalhraði var um 22,4 km/klst. Æfingin var aðeins erfiðari en síðasta sunnudagsæfing þrátt fyrir lægri meðalhraða og eru tvær ástæður fyrir því, annars vegar um 8 gráðum kaldara og mun meiri vindur.
Annars bárust fréttastofu myndir frá Wikileaks sem okkur skilst að tengist atburði á morgun milli 18 og 20. Meira um það annað kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.